Breska hljómsveitin Muse kom fram á tónleikum í Laugardalshöll í gærkvöldi. Aðdáendur hljómsveitarinnar skemmtu sér vel og kunnu vel að meta þegar söngvarinn Matt Bellay ávarpaði fjöldann á íslensku. Sjáðu myndbandið hér fyrir neðan.
Hljómsveitin vann augljóslega allskonar heimavinnu fyrir tónleikana því víkingaklappið, sem vakti heimsathygli á EM í fótbolta, var tekið nokkrum sinnum.
Aðdáendurnir tóku þó misjafnlega í klappið eins og sést á umræðunni á Twitter, sem fór á flug á meðan tónleikarnir stóðu yfir. Einn segir til dæmis að „blindfullir fávitar“ hafi byrjað víkingaklappið aðeins of oft.
Hvað var það eiginlega tekið oft? Tölurnar eru á reiki
Muse voru nuna sjálfir að peppa vikingaklappið i 2 sinn i kvöld #kóngar
— Hermann Árnason (@HermannArnason) August 6, 2016
Mér fannst HÚH-ið orðið vel þreytt en þegar Dominic í Muse byrjar á því þá tekur maður undir! MUSE VORU GEGGJUN ??
— Ruth Ragnarsdóttir (@ruthragnars) August 6, 2016
Muse tónleikarnir toppuðu klárlega þegar trommarinn stjórnaði víkingahúh-inu.
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) August 6, 2016
Öðrum fannst bara mjög fyndið að hljómsveit á borð við Muse bjóði upp á víkingaklappið
Mómentið þegar Muse tekur víkingaklappið í Laugardalshöll ????
— Hrafn Norðdahl (@hrafnn) August 6, 2016
Á meðan aðrir voru alls ekki sáttir við að heyra víkingaklappið í Laugardalshöll
Allir blindfullu fávitarnir sem störtuðu víkingaklappinu c.a. 15 sinnum á Muse mega kyngja tungunni á sér #muse #drunk #vikings
— Ingi Björn (@IngiBjorn3) August 7, 2016
Borgaði 16k fyrir miða og víkingaklappið var tekið, hvert fer ég til að fá endurgreitt? #muse
— Sindri Björnsson (@Sindri95) August 6, 2016
Afhverju þurfa íslendingar alltaf að ofnota allt? #vikingaklapp #muse
— Ragnar Þór Emilsson (@Ragnarthor1) August 6, 2016
Það var verið að taka víkingaklappið á Muse. Þetta er íslenski botninn.
— Halla Björk (@hallabjork) August 6, 2016
Frábærir tónleikar #Muse í kvöld. En getum við Íslendingar vinsamlegast slakað aðeins á vikingaklappinu! 12 sinnum er bara vandræðalegt.
— Einar Örn Einarsson (@EinsiEOE) August 7, 2016
Hjörvar Hafliðason er hins vegar með skilaboð til þeirra sem láta klappið fara í taugarnar á sér
https://twitter.com/hjorvarhaflida/status/762079619252092928