Auglýsing

Skipulagðir glæpahópar bíða spenntir eftir páskum: „Farðu yfir þennan gátlista áður en þú ferð að heiman“

Skipulagðir glæpahópar hlakka til páska: „Farðu yfir þennan gátlista áður en þú ferð að heiman“

Reykjavík er ekki lengur lítil saklaus borg. Reyndar hefur öryggi borgara á landinu öllu ekki verið eins og við ættum að venjast. Skotárásir, skipulögð innbrot í heimahús og þaulskipulagt rán á peningaflutningabíl er bara toppurinn á ísjakanum.

Fræðslumyndband frá Ríkislögreglustjóra.

Af þeim sökum er vert að minnast á það að það styttist óðum í páskafríið okkar Íslendinga. Þessa frídaga er vinsælt að nota í skíðaferðir, ferðir út á land, helgarferðir til Evrópu eða jafnvel D-vítamín ferð til Tenerife. En miðað við ástandið í þjóðfélaginu í dag er mikilvægt að ganga frá heimili sínu á þann hátt sem fælir eða kemur í veg fyrir að eignin detti inn á radar þeirra fingralöngu sem vinna í myrkrinu.

Ríkislögreglustjóri hefur gefið út ákveðnar tilmælingar til íbúa og telur upp nokkra hluti sem gott er að hafa í huga til þess að varna innbrotum:

✔️Læsa hurðum.

✔️Loka gluggum.

✔️Vera með góða lýsingu,- á tímastilli, ef hægt er.

✔️Láta nágranna vita um fríið og hvenær er ætlunin að koma aftur.

✔️Ekki auglýsa fjarveru þína á samskiptamiðlum.

Leiðbeiningar frá Neytendastofu þegar það kemur að tryggingum heimilisins:

Ef þú ert einstaklingur án fjölskyldu dugar góð heimilistryggingu langt. Ef þú átt íbúð þarftu líka að íhuga að kaupa fasteigna-/húseigendatryggingu fyrir vatnstjón, óveðurstjón og innbrotstjón á t.d. hurðum, gólfefnum, innréttingum og fleiru sem tilheyrir fasteigninni.

Algengt er að heimilistrygging innihaldi:

– innbústryggingu sem bættir tjón vegna bruna, skammhlaups, umferðaróhapps, innbrotsþjófnaðar, þjófnaðar, ráns, skemmdarverka, útstreymis vökva, óveðurs, ofhitunar á þvotti, brots eða hruns, skýfalls eða asahláku, skemmda á kæli- og frystivörum.

– innbúskaskó sem bætir tjón á lausafjármunum úr innbúi vegna skyndilegra ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi orsaka.

– ábyrgðartryggingu sem bætir tjón sem vátryggður veldur öðrum og ber ábyrgð á samkvæmt íslenskum lögum.

– slysatryggingu í frítíma sem greiðir bætur vegna dauðsfalls, varanlegrar og læknisfræðilegrar örorku, tímabundins missis starfsorku, sjúkrakostnaðar og tannbrots. Vátryggingin gildir oftast hvar sem er í heiminum í frítíma, við heimilisstörf og við nám.

– greiðslukortatryggingu sem bætir tjón ef greiðslukort hins vátryggða tapast og óviðkomandi aðili misnotar það með sviksamlegum hætti.

– réttaraðstoðartryggingu sem greiðir málskostnað vegna ágreinings í einkamálum.

– ferðatryggingu sem inniheldur farangurstryggingu, ferðasjúkratryggingu, ferðarofstryggingu, samfylgd í neyð, endurgreiðslu ferðar, farangurstöf og stundum, en ekki alltaf, forfallatryggingu.

Fyrir þá sem vilja einfaldari og takmarkaðri vernd er hægt að kaupa heimilistryggingu samsetta úr færri vátryggingarþáttum, t.d. innbústryggingu og ábyrgðartryggingu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing