„Skopmynd“ Morgunblaðsins í dag hefur vakið mikla athygli. Svo virðist sem tilefni myndarinnar sé frumvarp sem Alþingi samþykkti rétt fyrir þinglok í vikunni um breytingar á útlendingalögum sem snúa að málsmeðferðartíma þegar börn eiga í hlut.
Andrés Ingi, þingmaður VG, deilir myndinni á Twitter og kallar hana ógeð
Fyrir þingfrestun bættu þingmenn stöðu nokkurra barna á flótta. Moggaskrípó teiknar börnin sem Trójuhesta. Ógeð. pic.twitter.com/5tdoD9UySX
— Andrés Ingi (@andresingi) September 28, 2017
Fleiri deila myndinni á Twitter og gagnrýna hana
steaming_hot_nuclear_take.jpg pic.twitter.com/GTlqmqnTd7
— karó (@karoxxxx) September 28, 2017
Skil ekki hvernig Morgunblaðinu dettur í hug að vera með þennan skopmyndateiknara í vinnu. Fáránlegt og ekki einu sinni fyndið. https://t.co/aHW6D9KGNK
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) September 28, 2017
Fjörugar umræður hafa farið fram um myndina og virðast flestir sammála um að boðskapur hennar sé ekki boðlegur
Þetta er viðbjóður og þetta er frelsisflokkur/þjóðfylking/flokk fólksins shitt, þó þetta birtist í Morgunblaðinu og allir vilja benda á D.
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) September 28, 2017
Haukur Viðar Alfreðsson ber myndina saman við skopmynd Halldórs Baldursson í Fréttablaðinu í dag
Fréttablaðið 1 – Morgunblaðið 0 pic.twitter.com/HmjYnJFfLM
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) September 28, 2017
Og Ragnar Eyþórsson leggur til breytingu á myndinni
Einfaldast var að spegla þetta… gerir verkið ekkert fyndnara en færir það óþarflega nær sannleikanum… pic.twitter.com/c4BFwtDklr
— Ragnar Eythorsson (@raggiey) September 28, 2017