Uppfært kl. 17.19: Bræðurnir hafa verið drepnir. Sérsveit réðist inn í prentsmiðjuna sem Chérif og Saïd Kouachi héldu til í og voru þeir skotnir til bana. Fjórir gíslar létu lífið í umsátrinu.
—
Kouachi-bræðurnir, sem grunaðir eru um árásina á skrifstofur Charlie Hebdo, eru með minnst einn gísl í haldi í prentsmiðju Dammartin-en-Goële, 35 kílómetra norðaustur af París.
Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu Sky fréttastofunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
- Lögreglan stöðvaði bræðurna í morgun við vegatálma eftir að kona sem þeir stálu bíl af gat borið kennsl á þá. Í kjölfarið hófst skotbardagi og eftirför. Bræðurnir komust undan.
- Sky News greindi frá því í morgun að Kouachi-bræðurnir hafi sagt lögreglu að þeir séu tilbúnir að deyja sem píslarvættir.
- Samtal samningamanns lögreglu og bræðranna geti tekið marga klukkutíma.
Lögregluaðgerðin er gríðarlega umfangsmikil. Fleiri en 88 þúsund manns taka þátt í aðgerðunum:
Plus de 88 000 personnels sont engagés sur l'ensemble du territoire #CharlieHebdo #Montrouge http://t.co/WfctB5NLSx pic.twitter.com/tgr3pUmxV3
— Ministère de l'Intérieur (@Place_Beauvau) January 8, 2015
Horfðu á beina útsendingu Sky News hér:
http://youtu.be/VYlQJbsVs48