Auglýsing

Skotvopni stolið í nótt: Fingralangir á ferli í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu um innbrot og þjófnað úr geymslu í hverfi 105 í Reykjavík í nótt en samkvæmt upplýsingum úr dagbók lögreglunnar var skotvopni stolið í umræddu innbroti. Ekki fylgja frekari upplýsingar um málið en 84 verkefni voru skráð í LÖKE-kerfi embættisins frá 17:00 í gær til 05:00 í morgun.

Það var ekki eini þjófnaðurinn sem var tilkynntur til lögreglu því samkvæmt dagbókinni var töluvert um innbrot þessa aðfaranótt þriðjudags. Um er að ræða bæði þjófnaði í verslunum og innbrot í íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Hér fyrir neðan má sjá verkefni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu skipt niður eftir hverfum.

Lögreglustöð 1 – Austurbær- Miðbær-Vesturbær-Seljarnarnes:

Tilkynnt um innbrot og þjófnað úr Kirkju í hverfi 107, gerandi ókunnur

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 108, afgreitt á vettvangi með vettvangsformi

Ökumaður stöðvaður við akstur í hverfi 101, sviptur ökuréttindum, afgreitt á vettvangi með vettvangsformi

Tilkynnt innbrot og þjófnað í hverfi 101, þar var stoðil töluverðu magni af verkfærum, gerandi ókunnur

Ökumaður stöðvaður við akstur í hverfi 101grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 105, afgreitt á vettvangi með vettvangsformi

Tilkynnt um þjófnað úr verslun í hverfi 101, afgreitt á vettvangi með vettvangsformi

Tilkynnt innbrot og þjófnað úr geymslu í hverfi 105, þaðan var stolið skotvopni, gerandi ókunnur

Lögreglustöð 2 – Hafnarfjörður- Garðabær- Álftanes:

Tilkynnt um mann sofandi í húsbíl í hverfi 220, bílinn hafði verið ólæstur og maðurinn lagðist til svefns, honum vísað á brott

Tilkynnt um lausan hund í hverfi 210, haft samband við eiganda og sótti hann hundinn

Lögreglustöð 3 – Kópavogur- Breiðholt:

Ökumaður stöðvaður við akstur í hverfi 109 grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, laus að lokinni blóðsýnatöku

Ökumaður stöðvaður í hverfi 109 fyrir of hraðan akstur 72 kmh þar sem hámarkshraði er 30 kmh á hann von á að vera sviptur ökuréttindum

Lögreglustöð 4 – Grafarvogur- Mosfellsbær- Árbær:

Ekkert fréttnæmt

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing