Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, ávarpaði félaga sína á kosningavöku flokksins á Hótel Sögu fyrr í kvöld. Athygli vakti að skugginn af Sigurði virtist mynda Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann Framsóknarflokksins og núverandi formann Miðflokksins.
Sjá einnig: Af hverju eru Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð loksins byrjaðir að tala saman?
Þessi umfjöllun er að sjálfsögðu til gamans gerð. Sjáið myndina hér fyrir ofan úr útsendingu RÚV. Skugginn er nákvæmlega eins og Sigmundur. Á þetta benti Jón Gunnar Benjamínsson fyrr í kvöld og Brennu Ástþór á Twitter. Mögnuð ábending!
Skugginn hans Sigurðs Inga er Sigmundur Davíð #kosningar pic.twitter.com/Y6VdT8FJXx
— ??Yeehaw Snáðinn ?? (@drekarekari) October 28, 2017