Auglýsing

Skuldaleiðréttingin æfð í Hörpunni

Skuldaleiðréttingin var æfð í Hörpunni í gær, samkvæmt heimildum Nútímans.

Í dag verða niður­stöður leiðrétt­ing­ar á verðtryggðum hús­næðislán­um kynnt­ar í Hörpu og á morg­un verða niður­stöðurn­ar birt­ar 69 þúsund heim­il­um á heimasíðu verk­efn­is­ins, leiðrétt­ing.is.

Heimildir Nútímans herma að generalprufan hafi farið fram í Kaldalónssal Hörpu í gær. Æfingin virðist hafa gengið vel þar sem niðurstöðurnar verða kynntar þar klukkan 13.30.

Bein lækk­un höfuðstóls í leiðrétt­ing­unni er að meðaltali um 1,3 millj­ón­ir króna, samkvæmt grein sem Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra rit­ar í Morg­un­blaðið í dag:

Leiðrétt­ing­in fær­ir verðtryggð lán heim­il­anna í þá stöðu sem þau hefðu verið í ef óvænt og mik­il verðbólga hefði ekki sett skulda­stöðu heim­il­anna í upp­nám á ár­un­um 2008 og 2009. Á þess­um tíma var mikið ójafn­vægi í ís­lensk­um þjóðarbú­skap. Gengi ís­lensku krón­unn­ar hrapaði, verðbólga fór úr bönd­un­um, eigna­verð hrundi og sam­drátt­ur varð í lands­fram­leiðslu.

Fylgdu Nútímanum á Facebook og Twitter og þú missir ekki af neinu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing