Auglýsing

Skúli Mogensen keypti miða af Birni Steinbekk: „Ég hafði hlakkað til, fólk treysti á mig“

Skúli Mogensen, forstjóri WOW, keypti miða á leik Íslands og Frakklands af Birni Steinbekk. Skúli komst á leikinn en aðrir í hópnum hans komust ekki inn fyrr en í hálfleik. Þetta kemur fram á Pressunni.

Örskýring: Björn Steinbekk og týndu miðarnir á EM í fótbolta í Frakklandi

Fjöldi Íslendinga sem keyptu miða af athafnamanninum Birni Steinbekk á leik Íslands og Frakklands á EM í Frakklandi fengu ekki miðana afhenta. Björn segist hafa verið svikinn af miðasölustjóra hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA en talsmaður sambandsins segir að enginn á þeirra vegum hafi selt Birni miða á leikinn.

Gríðarleg reiði var á meðal Íslendinga í París vegna málsins. Vísir greinir frá því að það hafi legið við slagsmálum þegar afhending miðanna átti að fara fram. Þá hafði fólk beðið allan daginn eftir miðunum og ekki fengið skýr svör um framhaldið.

Skúli segir í samtali við Pressuna að það hafi verið mikil vonbrigði fyrir fólk í hópnum sínum að fá ekki að vera með í að syngja íslenska þjóðsönginn og taka þátt í stemningunni fyrir leik. Hann vonar að Björn endurgreiði miðana.

„Ég vona það svo sannarlega, en endurgreiðsla hefur lítið að segja núna. Ég hafði hlakkað til, fólk treysti á mig. Þetta er ömurlegt mál í alla staði,“ segir hann á Pressunni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing