Erlendur karlmaður liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild eftir að hafa kastað sér út úr leigubíl á ferð. Atvikið átti sér stað við Ásbrú en maðurinn kom í bílinn við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Það er Dv.is sem greinir frá þessu í morgun.
Maðurinn óskaði eftir því að vera ekið að Ásbrúar-svæðinu. Þegar komið var á áfangastað gat maðurinn ekki greitt fyrir farið vegna þess að greiðslukortið hans virkaði ekki.
Það var því ákveðið að snúa við og reyna að taka við greiðslu með öðrum posa. Á leið þangað opnaði farþeginn dyrnar og kastaði sér út, með þeim afleiðingum að hann slasaðist illa.
Samkvæmt heimildum DV var maðurinn í dái til að byrja með en síðan hafa engar fregnir borist af líðan hans.