Auglýsing

Slógu garðinn meðan Ísland spilaði við Króatíu

Þótt ótrúlegt megi virðast horfðu ekki allir Íslendingar á leikinn gegn Króatíu á HM í gær. Áhorfsmet var slegið þegar Ísland keppti við Argentínu á fyrsta leik sínum á HM þann 16. júní síðastliðinn. Þá horfðu 60% þjóðarinnar á leikinn sem er nýtt met.  99,6% þeirra sem voru með kveikt á sjónvörpum horfðu á leikinn.

Áætla má að áhorfið á leikinn í gær hafi verið svipað og á fyrsta leikinn enda var allt undir hjá íslenska liðinu. Þjóðin stóð á öndinni þegar ljóst var að Argentína komst yfir gegn Nígeríu og íslenska liðið þurfti aðeins að vinna Króata til að komast áfram. Því miður gekk það ekki upp og Ísland því úr leik á HM.

Þrátt fyrir spennuþrunginn leik í gær tóku sumir því rólega og slóu garðinn í stað þess að fylgjast með leiknum

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing