Auglýsing

Slökkt var á síma Birnu af mannavöldum, rafhlaðan kláraðist ekki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur fullvíst að slökkt hafi verið á síma Birnu af mannavöldum aðfaranótt laugardags, rafhlaðan kláraðist ekki, eins og áður hafði komið fram.

Þetta kom fram á blaðamannafundi lögreglunnar í dag. Síminn hefur ekki fundist en ef kveikt verður á honum á ný fær lögreglan strax upplýsingar um það. GPS-tækni sem gæti staðsett símann var ekki virk.

Á fundinum kom fram að þrátt fyrir að fjölmargar vísbendingar um ferðir Birnu hafi borist frá borgurum hafi engin þeirra gefi haldbærar skýringar á hvar Birnu er að finna.

Á blaðamannafundinum kom fram að lögreglan hafi fengið aðgang að sms-skilaboðum og Facebook-aðgangi Birnu. Engin samskipti þar hafa varpað ljósi á hvarf hennar.

Lögreglan hefur rætt við 12 vini, vinkonur og fjölskyldumeðlimi Birnu vegna hvarfsins. Ökumaður rauða bílsins sem lögreglan lýsti eftir í morgun hefur enn ekki gefið sig fram.

Það sem hefur komið fram um málið í dag

Birna er fædd árið 1996. Hún er 170 sentímetrar á hæð, 70 kg með sítt, rauðleitt hár. Þegar síðast sást til hennar var hún klædd í svartar gallabuxur, gráa peysu, svartan flísjakka með hettu og í svörtum uppreimuðum Dr. Martens-skóm.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing