Tvær manneskjur létust í brunanum að Kirkjuvegi á Selfossi. Það staðfestir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu í samtali við Vísi.is
„Það er alveg staðfest að það eru tvær manneskjur í húsinu,“ segir Pétur í samtali við Vísi. Brunavarnir Árnessýslu munu afhenda lögreglunni á Suðurlandi vettvanginn seinna í dag.
Tvennt er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna brunans en ekki hefur verið unnt að taka skýrslu af þeim vegna ástands þeirra.