Auglýsing

Smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni í morgun: Líkur á eldgosi fara vaxandi

Í morgun upp úr klukkan átta mældist aukin smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni. Virknin stóð yfir í um 50 mínútur og eru að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast í kerfinu.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands en þar er einnig greint frá því að uppfært hættumæt verður gefið út í lok dags á morgun.

Þúsundir fylgjast með beinni útsendingu af hækkun varnargarða í Svartsengi

Um er að ræða sambærilegar kvikuhreyfingar þeim sem hafa mælst áður í aðdraganda fyrri eldgosa á svæðinu og því fara líkur á kvikuhlaupi eða eldgosi vaxandi með hverjum deginum. Enn er spáð því að kvikuhlaup eða eldgos fari af stað innan tveggja vikna.

Ekki mældust marktæktar breytingar á aflögun eða borholuþrýstingi samhliða skjálftavirkninni en vísindamenn fylgjast vel með stöðu mála.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing