Auglýsing

Snævar Óðinn gekk í gegnum kynleiðréttingarferli á Íslandi: „Getur þurft að bíða í marga mánuði, jafnvel ár, til að komast í aðgerð“

Akureyringurinn Snævar Óðinn Pálsson hóf kynleiðréttingarferli sitt árið 2014 og hefur síðan þá farið í eina til tvær aðgerðir á ári. Hann segist ekki enn vera búinn í öllum sínum aðgerðum en þrátt fyrir það sé ferlið algjörlega þess virði. Þetta kemur fram á norðlenska fréttavefnum Kaffið.is.

Snævar hitti Óttar Guðmundsson, geðlækni, í mars árið 2014 og í kjölfarið tóku við um það bil 12 mánuðir þar sem hann sagði sínum nánustu frá ferlinu og lifði í samfélaginu í „nýju“ hlutverki.

„Ég fór í sálfræðiviðtöl og hitti innkirtlasérfræðinga, þeir sjá um að skrifa upp á hormóna. Tæplega ári síðar í febrúar 2015 byrjaði ég á hormónum, fæ Testósterón sprautur á 10 vikna fresti og verð á svoleiðis sprautumeðferð allt mitt líf, þar sem líkaminn minn framleiðir ekki nægilegt magn af þeim hormónum sem ég þarf.  Síðan hef ég farið í 1 til 2 aðgerðir á ári og er ekki ennþá búinn í þeim aðgerðum sem ég þarf.“

Snævar segir að ferlið sé langt og strangt og að það sé mikilvægt að hugsa vel um andlegu hliðina. Það fyrsta sem hann vill segja þeim sem að eru í sömu aðstæðum og hann er að þjálfa þolinmæðina vel.

„Þú getur þurft að bíða í marga mánuði, jafnvel ár, til að komast í aðgerð eða byrja á hormónum, allt tekur þetta tíma en á endanum er þetta algjörlega þess virði,“ segir Snævar við Kaffið.is

Ítarlegt viðtal við Snævar má finna á vef Kaffið.is.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing