Samfélagsmiðillinn Snapchat kynnti í gær nýja uppfærslu sem ætti að gleðja eigendur katta. Miðillinn sem kom á markað í lok árs 2011 hefur nú loksins ákveðið að bjóða upp á svokallaða filtera fyrir ketti.
„Filterar fyrir svala ketti. Prófið þá, mjáw,“ skrifuðu forsvarsmenn Snapchat í færslu sem birt var á Twitter í gær vegna málsins.
Lenses. For cool cats ? and their cool cats ? Try them meow. pic.twitter.com/UFJtgt8ZWO
— Snapchat (@Snapchat) October 12, 2018
Nýjungin hefur mælst vel fyrir meðal kattaeigenda en eigendur hunda eru hreint ekki ánægðir með að fá ekki að vera með. „Hvað með hundana okkar,“ skrifaði einn ósáttur hundaeigandi á Twitter.
What about our dogs? pic.twitter.com/AnnkA4xtPt
— Nece (@SheneceB) October 12, 2018
No dog ones? pic.twitter.com/wkwbEjoo94
— lynsey (@lynsey_13) October 12, 2018