Auglýsing

Snapchat-myndband af fólskulegri hnífstunguárás á Akureyri gengur manna á milli

Lögreglan á Norðurlandi eystra rannsakar nú alvarlega líkamsárás sem átti sér stað á Akureyri á laugardaginn. Árásarmaðurinn var handtekinn skömmu eftir árásina og var í morgun úrskurðaður í gæsluvarðhald. Árásin náðist að stórum hluta á Snapchat-myndskeið sem nú gengur manna á milli. 

Sjá einnig: Árásin á Akureyri getur varðað ævilöngu fangelsi – Tíu stungusár á andliti, hálsi og baki

Á upptökunni sem Nútíminn hefur undir höndum má sjá þegar árásin hefst en hún átti sér stað um miðjan dag fyrir framan Arion banka í miðbæ Akureyrar.

Árásin var sérstaklega hættuleg en eins og Rúv greindi frá fyrr í dag er hún flokkuð sem tilraun til manndráps. Í gæsluvarðhaldsúrskurði kemur fram að maðurinn hafi haft hnífsblað í krepptum hnefa þegar hann slær brotaþola í efri hluta líkamans, háls og höfuð. Við húsleit á heimili árásarmannsins fannst blóðugur hnífur.

Brotaþoli var með tíu skurði á efri hluta líkama þar á meðal djúpan skurð neðan við vinstra kjálkabarð, í gegnum munnvatnskirtil og vöðva, nálægt bláæð. Brotaþoli hlaut einnig djúpan skurð um vinstra gagnauga sem flísaði úr höfuðkúpu hans. Einnig höfuðkúpubrotnaði hann vinstra megin á hnakkanum.

Gæsluvarðhald yfir manninum gildir til 30. nóvember næstkomandi. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing