Snapparinn vinsæli Viðar Skjóldal eða Enski (enskiboltinn) eins og hann kallar sig hefur skorað á einkaþjálfarinn Egil Einarsson í greindarpróf. Viðar birti áskorunina á Twitter.
Sjá einnig: Snapparinn Enski sendir frá sér eigin vörulínu: „Er í raun orðlaus yfir því hvað þetta er flott“
Málið hófst þegar Egill sagði í færslu á Twitter að hér á landi mætti finna fimm heilbrigða stuðningsmenn Liverpool. Viðar, sem er harður stuðningsmaður liðsins var ekki á listanum og ákvað því að svara fyrir sig.
@EgillGillz Gillz með status að það seu bara til 5 heilbrigðir Liverpool menn i heiminum, eigum við ekki að skora a hann i keppni um greindarsisitolu bara ?? Ef eg tapa geri eg það með sæmd og viðurkenni en ef ekki gerir hann það. Þorir hann ?? #fotboltinet
— ENSKI (@einisanniENSKI) December 17, 2018
Egill sem er mikill stuðningsmaður Manchester United var fljótur að bregðast við þessari áskorun. „Ég fer ekki í keppni sem ég á ekki breik í,“ skrifaði Egill.
Greindarvísitölukeppni við Enska? Og hvað svo? Troðslukeppni við Lebron og bekkpressukeppni við Sarychev?
Ég fer ekki í keppni sem ég á ekki breik í.
— Egill Einarsson (@EgillGillz) December 18, 2018