Auglýsing

Snapparinn Gói Sportrönd tók þátt í söfnun UNICEF og þarf að raka af sér flest líkamshár og klæðast klappstýru búning

UNICEF hóf í vikunni neyðarsöfnun vegna ofbeldisöldu sem geisað hefur í Mjanmar gegn Rohingja múslimum þar sem yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja. Þær Erna Kristín (Ernuland) og Sara Mansour (Saramansour96) eru báðar vinsælar á Snapchat og ákváðu að taka yfir söfnunina og fá aðra áhrifavalda á samfélagsmiðlum með sér í lið.

Einn þeirra var Snapparinn Gói Sportrönd (goisportrond) sem hét því að raka af sér hár á fótum, nára, handarkrika og sportrönd auk þess að klæðast klappstýrubúning í heilan dag ef söfnunin færi yfir 250 þúsund. Það takmark hefur nú náðst en Gói gæti ekki verið ánægðari þó svo að hann viðurkenni að hann sé stressaður. „Ég hef alltaf verið að spá hvort maður ætti ekki að fara nýta þetta snapp líka til góðs,“ segir Gói í samtali við Nútímann.

Eins og áður segir þarf Gói að láta fjarlægja öll hár á líkama sínum, fyrir utan höfuð. Hann segir að það sé ekki hægt að bera saman við þann sársauka við það sem börnin í Mjanmar upplifa.

Ég get farið á Yarisnum mínum eftir þetta á KFC og síðan uppí rúm með snakk með hummus, þau geta það ekki. Þannig hugsa ég þetta

Þó svo að Gói hafi náð markmiðinu eru þær Sara og Erna hvergi nærri hættar en fleiri áhrifavaldar hafa ákveðið að leggja málefninu lið. Næst í röðinni er Brynja Dan sem hefur heitið því að aflita á sér augabrúnirnar takist að safna 500.000 krónum.

Hægt er leggja söfnuninni lið með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur eða gefa frjálst framlag hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing