Auglýsing

Snjóstormur sem líkist tittlingi vekur gleði: „Ég hélt að hann ætti að skreppa saman þegar það er kalt“

Veðurkort sem veðurstofan Gulf Coast Storm Center hlóð upp á Facebook hefur vakið mikla kátínu meðal netverja en kortið sýnir snjóstorm sem líkist tittlingi. Stormurinn nær inn í Arkansas og Mississippi og virðist mjög nálægt því að fara inn í Tennessee.

Bandaríski vefmiðillinn Huffington Post fjallaði fyrst um málið en færsla veðurstofunar hefur fengið alls 26 þúsund deilingar á Facebook. Þá hefur fólk keppst við að gera grín að myndinni.

Ein þeirra er Jessica Taylor Kirkpatrick sem sagði. „Það ætti alltaf að fylgja viðvörun þegar hann er stærri en 15 sentimetrar.“ Önnur kona, Chance Hill, veltir því fyrir sér hvort að fyrirbærið eigi ekki að skipta um lögun þegar kólnar. „Ég hélt að hann ætti að skreppa saman þegar það er kalt.“

Hér má sjá færslu veðurstofunar

(4:57 PM CST) – A Winter Weather Advisory has now been posted for Southwest Louisiana, part of Southeast Louisiana, and the remainder of Southwest Mississippi (excluding coastal Mississippi counties).

Posted by Gulf Coast Storm Center, LLC on Mánudagur, 15. janúar 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing