Annar þáttur í annarri þáttaröð af vinsælu sjónvarpsþáttunum Ófærð var sýndur á RÚV í kvöld. Á Twitter fylgdist fólk að sjálfsögðu með og dældi inn athugasemdum um þáttinn. Margir sófaséfræðingar hafa sett spurningamerki við atburðarrás þáttarins.
Kassamerkið #ófærð var notað til að halda utan um umræðuna sem var ansi lífleg. Við tókum saman nokkrar athugasemdir.
Eins og harðfiskur hékk því Gói á hvolfi inn í hlöðu í á að giska 12 klukkutíma.
Merkilegt hversu vel þeir vildu varðveita morðvettvanginn miðað við að lögreglan káfar á öllum sönnunargögnum. Hvaða barn skrifaði þetta?! #ófærð— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) December 30, 2018
Smalamennska 13. október? Varla! #ófærð
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) December 30, 2018
Það virðist vera nóg að gera hjá bílaþvottastöðinni fyrir norðan #ofaerð
— Atli Karl Bachmann (@ak_bachmann) December 30, 2018
Er að drepast úr kjánahrolli #ófærð
— Addi Eggerts (@AEggerts) December 30, 2018
Man ekki eftir öllum þessum eldfjöllum fyrir norðan ? #ófærð
— Sveinn A Gunnarsson (@Bumbuliuz) December 30, 2018
Og blóðið ennþá eldrautt… ?
— Ella María Gunnars (@Sprellvis) December 30, 2018
Engin leitarheimild?? #ófærð
— Randver Pàlmi (@RandverPalmi) December 30, 2018