Brad Pitt og Angelina Jolie hafa rifist heiftarlega um uppeldi barna þeirra síðustu ár. Þetta segir heimildamaður Us Weekly.
Jolie og Pitt eiga sex börn saman. Maddox fimmtán ára, Pax tólf ára, Zahara ellefu ára, Shiloh tíu ára og tvíburana Know og Vivienne sem eru átta ára.
Sjá einnig: Pitt vill ekki draga athygli frá myndinni, mætir ekki á frumsýningu Voyage of Time
Jolie sagði í samtali við NBC News árið 2011 að hún vildi að börnin þeirra fengju að kynnast heiminum. Í frétt Us Weekly segir að Pitt hafi með tímanum orðið ósáttur við fyrirkomulagið. Hann vildi að börnin væru í skóla í New Orleans í Bandaríkjunum en Jolie vildi kenna þeim heima svo þau gætu haldið áfram að ferðast.
„Brad vill að þau fái hefðbundið uppbeldi og hefur áhyggjur af því að þau verði dekruð,“ sagði heimildarmaður Us árið 2009.
Þau rífast sífellt um þetta.
Jolie sagði í viðtali árið 2012 að Pitt væri strangara foreldrið. Samkvæmt vini Jolie fannst henni Pitt vera of strangur og að hann hafi öskrað of mikið. Jolie hafi ekki viljað að hann öskraði á börnin og varð hún nokkrum sinnum logandi hrædd.
Heimildarmaður UsWeekly, sem vann með fjölskyldunni, segir að Pitt hafi vissulega verið strangur en aldrei beitt ofbeldi. Ef yngri börnin gengu ekki frá leikföngum sínum hafi Pitt sagt þeim að gera það, líkt og foreldrar geri.
Þá hafi Pitt einnig viljað að börnin færu að sofa á ákveðnum tíma. Heimildarmaður UsWeekly segir að hann hafi viljað hafa röð og reglu en Joli hafi leyft mun meira frjálsræði.