Auglýsing

Sólborg birtir skjáskot af ógeðslegum samskiptum á netinu: „Allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir“

Sólborg Guðbrandsdóttir stofnaði Instagram-reikninginn „Fávitar“ fyrir nokkrum misserum en tilgangur hans er að sýna hversu ótrúlega algeng ljót samskipti á netinu eru. Sólborg var gestur í söfnunarþætti Stígamóta „Allir krakkar“á Rúv í gærkvöldi.

Sólborg segir það gríðarlega algengt að fólk og sérstaklega konur fái send sóðaleg skilaboð á samskiptamiðlum. „Þetta er svo rótgróið í samfélaginu okkar að fólk er farið að líta á þetta sem norm. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er vandamál,“ sagði Sólborg.

Á Instagram-síðunni birtir Sólborg skjáskot af allskyns skilaboðum sem þykja bæði óæskileg og sóðaleg. „Þarna birti ég skjáskot af kynferðislegu áreiti sem á sér stað á netinu og er að varpa ljósi á hversu ótrúlega algengt það er.“

Hún segir fólk ekki gera sér almennilega grein fyrir því hversu ljót þessi skilaboð geta verið. „Þetta eru samskipti sem fólk gæti ekki ímyndað sér að væru að eiga sér stað. Þetta er allt frá óumbeðnum typpamyndum til hótanna um nauðganir, þetta er allur skalinn,“ segir Sólborg en nokkur dæmi má sjá hér að neðan.

Viðtalið við Sólborgu má nálgast í heid sinni hér.

View this post on Instagram

Mikilvægar upplýsingar. #favitar

A post shared by Fávitar (@favitar) on

View this post on Instagram

15 ára? #favitar

A post shared by Fávitar (@favitar) on

View this post on Instagram

? #favitar

A post shared by Fávitar (@favitar) on

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing