Auglýsing

Sólrún Diego fær aðstoð lögmanna í baráttu við DV

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego vill ekki leyfa fjölmiðlum að nota myndir af samfélagsmiðlum sínum og hefur nú leitað til lögmannstofunnar LOGOS til þess að aðstoða sig í þessum málum. Sólrún stefnir á að banna DV að nota myndir af sér í fréttaskyni og fer einnig fram á að leyfi sem hún hefur þegar gefið verði dregið til baka. Þetta kemur fram í Sandkorni í fréttablaði DV í dag.

Þar segir að stuttu eftir umfjöllun DV um blekkingar Sólrúnar á samfélagsmiðlumm, þar sem hún auglýsti vörur unnusta síns, hafi ritstjórn DV borist bréf frá lögmannastofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta myndefni af samfélagsmiðlum hennar. Ekki skipti þá máli hvort um væri að ræða skjáskot eða tengil á myndir.

Fram kemur að í bréfinu vísi LOGOS í höfunda­lög sem voru síðast upp­færð árið 2016. Í Sandkorni DV segir að það sé ljóst að þau lög séu úrelt enda ekki einu orði minnst á samfélagsmiðla í þeim.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing