Auglýsing

Sólrún Diego gefur út bók um heimilið: „Hef gengið með þessa hugmynd lengi“

Samfélagsmiðladrottning Íslands, Sólrún Diego mun í byrjun nóvember gefa út bókina Heima. Sólrún vinnur bókina í samstarfi við Björn Braga Arnarsson sem ritstýrir bókinni en hún mun fjalla um allt sem viðkemur heimilinu. 

Sólrún hefur lengi átt þann draum að gefa út bók en það var ekki fyrr en Björn Bragi hafði samband við hana sem hún ákvað að slá til. „Ég hef gengið með þessa hugmynd lengi og þegar Björn Bragi hafði samband við mig og viðraði þessa hugmynd ákvað ég að taka slaginn,“ segir Sólrún.

Sólrún segir að bókin verði í anda þess sem hún hefur verið að skrifa um á bloggsíðunni sinni og tala um á Snapchat. „Þetta verður svona handbók heimilsins og mun innihalda allt sem við kemur heimilinu. Húsráð, skipulag og bara það sem ég hef verið þekktust fyrir á mínum miðlum.“

Vinna við bókina hóst í byrjun árs en auk þeirra Sólrúnar og Björns þá tekur ljósmyndarinn og Snapchat stjarnan Snorri Björnsson allar myndir fyrir bókina.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing