Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi ökumann sem kanna átti ástandið á og einnig með ökuréttindi. Þegar lögreglumenn sáu að ökumaðurinn var ekki „eðlilegur“ var ákveðið að kanna notkun á ávana- og fíkniefnum en þá kom í ljós að hann var undir áhrifum einhverra efna.
En það var ekki það eina sem umræddur ökumaður gerði í trássi við lög því hann er einnig grunaður um sölu- og dreifingu fíkniefna auk annarra umferðarlagabrota. Hann var því vistaður í fangageymslu og mun dúsa þar þangað til hægt verður að ræða við hann vegna málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðisins en hún nær frá 17:00 í gær þar til 05:00 í morgun.