„Ég vil auðvitað tengja stöðu þína á þessum tímapunkti í samfélaginu við það að þú ert vinsælasti hlaðvarpsstjórnandi landsins með svona ímynd hins fullkomna einhvern veginn sjóðheitur piparsveinn og þetta er fullkomið skotmark fyrir það sem kom síðan. Það átti að sanna það einhvern veginn að góðu strákarnir væru líka drullusokkar, það var stór þáttur í þessu. Það eru allir menn drullusokkar ekki bara þeir sem eru á Litla Hrauni, við skulum átta okkur á því,“ segir Frosti við Sölva Tryggvason fjölmiðlamann sem er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni.
„Síðan er farið í einhverja herferð – auglýsingaherferð hjá Stígamótum þar sem var augljóst að væri skírskotun til mín. Þetta er ekki í lagi,“ segir Sölvi og Frosti tekur undir það. „Þetta var langt frá því að vera í lagi. Þessi Stígamótaherferð var skandall.“
Myndbandið „Ég trúi“ tekið úr birtingu
Þá ræða Frosti og Sölvi um umdeilda herferð sem bar yfirskriftina „Ég trúi“ og var sett í loftið af stjórnendum hlaðvarpsþáttarins „Eigin konur“ sem var stjórnað af Eddu Falak. Sömu Eddu og síðar kom í ljós að hafði logið til um kynbundið ofbeldi sem hún sagðist hafa orðið fyrir á vinnustað – vinnustað sem hún hafði aldrei unnið á. Myndbandið var þó ekki langlíft þar sem það var tekið úr birtingu. Edda sagði það hafa verið gert vegna þess að sögur hafi farið af stað „um alls konar“ eins og Edda komst að orði – þar á meðal um fólk sem kom fram í myndbandinu.
Ásamt þeim Eddu og Fjólu, þáttastjórnenda Eigin kvenna, Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns, og Áslaugar Örnu, dómsmálaráðherra, komu fram í myndbandinu þau Kristófer Acox, Kristján Helgi Hafliðason, Saga Garðarsdóttir, Eva Mattadóttir, Sara Mansour, Álfgrímur Aðalsteinsson, Arnar Dan Kristjánsson, Donna Cruz, Erna Kristín Stefánsdóttir, Tinna Óðinsdóttir, Kolbrún Birna H. Bachmann, Helga Sigrún, Aron Can, Þorsteinn V. Einarsson, Pálmar Ragnarsson, Kamilla Ívarsdóttir og Magnús Sigurbjörnsson.
„Hugsaðu þér aðeins ef þú hefðir verið á þessum tímapunkti á þeim stað sem þú ert á séð þessa herferð og fyrir alla þá sem eru í þessari stöðu þá eru notuð gegn manni einhver samskipti sem eru alltaf tvær hliðar á að þá er dómsmálaráðherra og fleiri í herferð um að það eigi alltaf að trúa, þegar konur setja fram ásökun þá á alltaf að trúa því“
Sá ekki herferðina strax
„Það er einmitt viku eða tveimur vikum eftir að það er ráðist á þig að þá er þessi „Ég trúi“ herferð sett í loftið. Þar var dómsmálaráðherra meðal annarra á myndbandinu að undirstrika það að það eigi að trúa öllum ásökunum þegar konur stíga fram og ásaka. Það var í raun og veru það sem þessi herferð átti að koma til skila. Varstu þá í fjölmiðlastraffi?“
„Ég sem betur fer sé það ekki af því að eftir að vinir mínír tóku af mér símann þá fór ég ekkert á samfélags- eða fréttamiðla í meira en mánuð.“
Hann lýsir hér af einlægni þeirri upplifun þegar hann fór frá hápunkti ferils síns niður í að missa bæði mannorð og lífsviðurværi á örfáum örlagaríkum dögum í maí 2021. Sölvi lýsir þeirri skoðun sinni að þátttaka Áslaugar Örnu, þáverandi dómsmálaráðherra, í herferð undir yfirskriftinni Ég trúi, þar sem lögð var áhersla á að öllum ásökunum ætti að trúa eins og nýju neti, hafi verið að öllu leiti óeðlileg.
Tækifærismennska þáverandi ráðherra
„Hugsaðu þér aðeins ef þú hefðir verið á þessum tímapunkti á þeim stað sem þú ert á séð þessa herferð og fyrir alla þá sem eru í þessari stöðu þá eru notuð gegn manni einhver samskipti sem eru alltaf tvær hliðar á að þá er dómsmálaráðherra og fleiri í herferð um að það eigi alltaf að trúa, þegar konur setja fram ásökun þá á alltaf að trúa því,“ segir Frosti.
„Ég hef tekið Áslaugu Örnu í podcastið mitt og ég veit alveg, en fullyrði ekki á þessum tíma, en núna þá trúir hún ekki sjálfri sér. Ég þekki alveg hvernig týpa þetta er – og þetta er sagt með þeim fyrirvara að ég eigi bara góð kynni af þessari konu og kann vel við hana og allt það en á þessum tímapunkti…talandi um tækifærismennsku.“
„Í raun og veru en aftur – þetta er water under the bridge og ég kann ekkert illa við hana“
„Hún stökk á það sem þótti vinsælt að gera og það sem samfélagið hélt að allir þyrftu að gera,“ segir Frosti en þá bendir Sölvi á að það sé munur á því að vera aktívisti og dómsmálaráðherra.
Óeðlileg pressa sett á lögreglu
„Eitt að vera aktívisti og vera á Twitter en að vera dómsmálaráðherra – og ég segi aftur, ég er ekki að reikna með afsökunarbeiðni frá neinum – en það sem Áslaug Arna gerði þarna var ekki í lagi. Það er einn maður sem liggur í valnum og það er komið lögreglumál og hún hefði vel getað verið að setja þrýsting á lögregluna með þessu sem hún gerði. Ef þessu hefði verið snúið á hinn bóginn að dómsmálaráðherra hefði beinlínis verið að beita sér á þann hátt að þeir sem eru að rannsaka málið langar ekkert að vera óvinsælir hjá dómsmálaráðherra og af því leitinu til er þetta að öllu leiti óeðlilegt.“
Þá bendir Frosti á að í annarri atburðarrás á öðrum stað í öðru samfélagi þá hefði þetta getað verið afsagnarmál ráðherra.
„Í raun og veru en aftur – þetta er water under the bridge og ég kann ekkert illa við hana,“ segir Sölvi í þessu opinskáa viðtali sem þú getur heyrt og hlustað á í heild sinni á hlaðvarpssíðu Brotkast. Nútíminn birtir brot úr viðtalinu hér fyrir neðan.