Auglýsing

„Sómakennd“ rækjusamloka fær fleiri læk á Facebook en forsetaframboð Davíðs

Sómasamloka með rækjusalati er komin með fleiri læk á Facebook en forsetaframboð Davíðs Oddssonar. Samlokan nálgast 4.500 læk en framboð Davíðs er með 4.366 læk þegar þetta er skrifað.

Baráttu Davíðs og rækjusamlokunnar er þó hvergi nærri lokið og ljóst er að enn getur allt gerst.

Sjá einnig: Fólkið á kosningaskrifstofu Davíðs Oddssonar, sjáðu fyrsta þátt Kosningavaktarinnar

Rækjusamlokan er búin að leggja fleiri frambjóðendur af velli. Sem dæmi þá er Halla Tómasdóttir er með rétt tæplega 3.900 læk þegar þetta er skrifað og Hildur Þórðardóttir með tæplega 600 læk. Þá er Ástþór Magnússon með tæplega 2.000 læk.

Rækjusamlokan á aðeins lengra í land ef hún ætlar að ná Andra Snæ, sem er með hátt í 11 þúsund læk og Guðna Th. sem er með rúmlega 17 þúsund læk.

Uppgangur rækjusamlokunnar hófst í gær þegar Haraldur Freyr Gíslason, trommari Pollapönks og Botnleðju, birti af henni mynd á Facebook og spurði hvort „þessi sómakennda rækjusamloka“ gæti fengið fleiri læk en forsetaframboðssíða Davíðs Oddssonar. Og nú, tæpum sólarhring síðar, er takmarkinu náð.

Í samtali við Nútímann segir Haraldur að engin sérstök saga sé á bakvið uppátækið. „Bara orðaglens um sómakennd og ágæt áminning um það að internetið gleymir engu,“ segir hann.

Haraldur er að vísa í kappræður Guðna og Davíðs í Eyjunni á Stöð 2 á sunnudag. Það mætti segja að Davíð hafi vaðið í Guðna í þættinum sem spurði á móti: „Davíð, hefurðu enga sómakennd?“

Spurður hvort hann hafi búist við því að takmarkið myndi nást á svo skömmum tíma segist hann lítið hafa spáð í það. „En flugur geta flogið hratt á netinu ef einhver er að elta þær,“ segir hann.

Hér má sjá færsluna á Facebook.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing