Bruce Dickinson, söngvari bresku þungarokksveitarinnar Iron Maiden, gekkst á dögunum undir krabbameinsmeðferð. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá hljómsveitinni.
Í yfirlýsingunni kemur fram meinið hafi komið í ljós í reglubundinni læknaskoðun rétt fyrir jól. Hann fór því í frekari skoðun en þá kom í ljós að hann var með lítið æxli á tungunni.
Sjö vikna krabbameinsmeðferð lauk á gær. Æxlið uppgvötaðist snemma, sem hjálpaði mikið og læknar söngvarans telja að hann verði búinn að jafna sig í maí.
„Bruce hefur það gott miðað við aðstæður og við erum öll mjög bjartsýn,“ segir í tilkynningunni frá hljómsveitinni.
„Við vonum að þið sýnið honum og fjölskyldu hans þolinæði, skilning og virðingu á meðan hann jafnar sig. Við munu koma með frekari upplýsingar í maí.“
Nútíminn sendir Bruce kveðju með einum slagara: