Auglýsing

Sonja Valdin hætt í Áttunni

Sonja Rut Valdin er hætt í samfélagsmiðlahópnum Áttunni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem hópurinn sendi frá sér á Facebook í dag. 

Sjá einnig: Börn og unglingar bíða í hópum fyrir utan heimili Sonju í Áttunni: „Reyni alltaf að taka þeim fagnandi“

„Fyrir ári síðan kom Sonja Valdin til starfa hjá Áttunni. Á þessu ári hefur hún gert vægast sagt magnaða hluti með okkur, nú stígur hún til hliðar og við óskum henni alls hins besta í nýjum og spennandi verkefnum,“segir í tilkynningunni.

Sonja Rut Valdin skaust hratt upp á stjörnuhimininn þegar lagið NEINEI með Áttunni sló rækilega í gegn á síðasta ári. Sonja varð strax afar vinsæl og er með tæplega 17 þúsund fylgjendur á Instagram.

Áttan birti þetta myndband eftir að tilkynnt var um brotthvarf Sonju

Sonja kveður!

? Sonja stígur til hliðar! ? Fyrir ári síðan kom Sonja Valdin til starfa hjá Áttunni. Á þessu ári hefur hún gert vægast sagt magnaða hluti með okkur, nú stígur hún til hliðar og við óskum henni alls hins besta í nýjum og spennandi verkefnum ?

Posted by Áttan Þættir on Þriðjudagur, 3. apríl 2018

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing