Vinsældir Ófærðar eru ótrúlegar. Næsti þáttur verður á dagskrá í kvöld og það er fínt að rifja upp hvað er í gangi til að vera með allt á hreinu.
Það er nefnilega ýmislegt að gerast eins og Nútíminn komst að.
Klúðurpésinn er laus úr prísundinni. Hann er augljóslega ekki sáttur við eigin frammistöðu. Andskotinn, Ingvar!
Mansalsdólgurinn er hins vegar steindauður. Þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur af honum lengur
Aldrei er Hjörtur látinn í friði. Hann var handtekinn og veitti talsverða mótspyrnu
Og í myndavélinni hans fundust myndir af sundurlimaða líkinu
En við yfirheyrslur kom í ljós að hann er mikill áhugaljósmyndari undir áhrifum frá erfiðleikum fortíðarinnar. Og! það var einhver sem dró hann út úr frystihúsinu sem brann á sínum tíma
Sá gamli haggast ekki enn. Við komust að því að:
- Samband þeirra feðga er erfitt
- Persóna Þorsteins Bachmann á von á góðu djobbi ef Kínverjarnir fá að byggja höfnina
- Sá gamli ætlar ekki að selja en kann hins vegar að fara með hnífinn …