Auglýsing

Spilafíkill sem fór í rýnihóp um spilakassa féll: „Menn að gera sér sjúkdóma fólks að féþúfu“

Guðlaugur Jakob Karlsson sem hafði sótt sér sálfræðiaðstoð vegna spilafíknar, féll þegar honum var boðið í rýnihóp til að prófa nýja spilakassa á vegum Happdrætti Háskóla Íslands. Guðlaugur Jakob, sagði frá þessu í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

Sjá einnig: Spilafíklar fengnir til að prófa nýja leiki í spilakössum SÁÁ, Rauða krossins og Landsbjargar

Í þættinum var rætt við Guðlaug Jakob og Atla Má Gylfason, blaðamann á DV sem fjallaði fyrst um málið sem snýst um prófun á nýjum spilakössum Íslandsspila. Gallup annaðist þessar prófannir og fékk til sín fólk sem eyðir miklum tíma og fjárhæðum í kassa sem þessa.

Guðlaugur tók þátt í svona prófi fyrir Happdrætti Háskólans eftir að hann var hættur að spila og segir rannsóknina hafa haft þau áhrif á hann að hann féll. Hann segir að með þessum aðferðum séu menn að gera sér sjúkdóma fólks féþúfu. „Afleiðingarnar voru skelfilegar,“ segir Guðlaugur í þættinum.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild hér.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing