Reykjavíkurdætur spiluðu lagið „Ógeðsleg“ í litlu hjólhýsi á vegum Nordic Playlist þegar þær voru á Hróarskeldu í Danmörku í sumar. Sjáðu myndskeiðið hér fyrir neðan.
Átta þúsund manns fylgdust með hljómsveitinni spila á Hróarskeldu.
Þær hafa ekki setið aðgerðalausar eftir að þær komu heim og héldu þær nýlega útgáfutónleika. Í undirbúningi er sýning í Borgarleikhúsinu næsta vor. N
Nordic Playlist er vefsíða með það markmið að kynna norræna tónlist fyrir heiminum. Þannig mæla tónlistarmenn frá Norðurlöndum með uppáhalds lögunum sínum. Meðal þeirra sem hafa sett saman Nordic Playlist eru Of Monsters And Men, Zara Larsson, Lykke Li og Trentemøller ásamt fleirum.