Eins og fjölmiðlar greindu frá í gær fékk Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu vegna aksturs á síðasta ári. Kappinn ók heila 47.644 kílómetra á árinu og málið hefur vakið mikla athygli. Margir hafa skoðun á málinu samfélagsmiðlar hafa hreinlega logað.
Í umræðum um málið er grín og glens nokkuð áberandi. Nútíminn tók saman nokkrar Twitter-færslur frá sprelligosum landsins um málið.
Ásmundur Friðriksson keyrir svo mikið að hann ætti að heita Ásmundur SVIFRYKSSON
— Tómas Ingi Adolfsson (@tomasingiad) February 9, 2018
gleðilegan föstudag og góða helgi! pic.twitter.com/kex4QBTXKe
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) February 9, 2018
Ég vil bara að einhver fylli mig eins og Ásmundur Friðriks fyllir bensíntankinn sinn.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 9, 2018
"Ég skil jeppann alltaf eftir í lausagangi. Líka þegar ég sef" pic.twitter.com/VDa58L0QYj
— Gaukur (@gaukuru) February 9, 2018
Kannski fer Ásmundur bara lengri leiðina heim úr vinnu, ég geri það oft. pic.twitter.com/D7Kcu906g8
— TMP (@tommimar) February 9, 2018
Ásmundur Friðriks tók mig einusinni upp sem puttaling
— Hrútur Teits (@hruturteits) February 9, 2018
“Sæll Bjarni, Ásmundur hérna. Ég verð aðeins of seinn á þingflokksfund. “ pic.twitter.com/BonVKulXd0
— Teitur Örlygsson (@teitur11) February 9, 2018
Hvað ætli Ásmundur Friðriksson hlusti á meðan hann líður einn um göturnar mestallan sólarhringinn? Hljóðbækur um Winston Churchill? Í ljósi sögunnar? Gamlar upptökur af Guðna Má? Ég held að hann hlusti ekki á neitt, ekkert nema öskrin í eigin höfði.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2018