Óprúttinn sprelligosi hefur stofnað Twitter-aðgang í nafni Gylfa Sigurðssonar, landsliðsmanns í fótbolta, þar sem hann gerir grín að honum undir nafninu Boring Gylfi Sig. Aðgangurinn hefur vakið talsverða athygli en hann á sér erlenda fyrirmynd.
Aðgangurinn var stofnaður um helgina og hefur fengið yfir 200 fylgjendur en tístin sem birt eru í nafni Gylfa eru afar leiðinleg og óáhugaverð. Aðgangurinn á sér erlenda fyrirmynd því sambærilegur aðgangur í nafni James Milner, leikmanns Liverpool, hefur slegið í gegn á Englandi.
Hér má sjá nokkur dæmi um hvað Boring-Gylfi Sig hefur verið að bralla undanfarna daga
Þrír punktar í hús og mjög gaman að skora gott mark á móti gömlu félugunum.
Fagnaði ekki mikið því ég vildi sýna Swansee virðingu.
Nú er það ísbað, tikka masala kjúlli og þáttur af Gilmire girls.Gylfi #10
— ?Zen Gylfi Sig? (@BoringGylfiSig) December 18, 2017
Er að horfa á World War 2 in color á Netflix
Ekkert allt of upplífgandi, verður örugglega ekki chill eftir þetta Netflix ef þið skilji hva ég er að tala um.
Hehe
Nei samt í alvöru stríð er ekkert smá gríðarlega sorglegt— ?Zen Gylfi Sig? (@BoringGylfiSig) December 16, 2017
Vá eg er ekkert smá búinn að borða margar mandarínur
— ?Zen Gylfi Sig? (@BoringGylfiSig) December 16, 2017
Fótboltamenn eru ekki þeir einu sem hafa lent í klóm sprelligosa á Twitter því Bill Clinton, Jesús og Bretlandsdrottning hafa öll þurft að þola svokallaða parody-aðganga á Twitter. Þá stofnar einhver aðgang í nafni viðkomandi manneskju eða í nafni heilags anda og tístir sem viðkomandi.