Auglýsing

„Sprengjan“ á leikvangi Manchester United var eftirlíking, gleymdist eftir öryggisæfingu

Old Trafford, heimavöllur Manchester United í ensku úrvaldsdeildinni í fótbolta, var rýmdur í dag eftir að hlutur sem virtist vera sprengja fannst á vellinum. Leik Manchester United og Bournemoth var fyrst frestað um 45 mínútur og svo blásinn af. Leikurinn fer fram á morgun.

Daily Mail greinir frá því að meint „sprengja“ hafi verið eftirlíking sem gleymdist eftir öryggisæfingu í vikunni. Eftirlíkingin var afar raunveruleg að sögn lögreglumanan, með áfastan fjarskiptabúnað og fannst inni á klósetti á Old Trafford.

Sprengjusérfræðingar sprengdu búnaðinn eftir að völlurinn var rýmdur en 76 þúsund manns voru mætt á völlinn til að sjá síðasta leik tímabilsins. Á meðal þeirra var söngkonan Selma Björns og sonur hennar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing