Auglýsing

Borgin borgar vöfflukaffi fyrir alla

Ingvar Jónsson, fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur, lagði fram fyrirspurn um hvort einhver borgarfulltrúi hefði þegið fjárhagslegan eða efnislegan styrk vegna vöfflukaffis á Menningarnótt frá Reykjavíkurborg. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknar, tók í kjölfarið málið upp á Facebook-síðu sinni:

Mér hefur alltaf fundist það bæði fallegt og rausnarlegt að Dagur B Eggertsson skuli hafa haft þann sið að bjóða borgarbúum heim í vöfflukaffi á menningarnótt. Er það rétt skilið að borgin hafi borgað brúsann?

Einar Bárðarson, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, útskýrir málið:

Höfuðborgarstofa leggur öllum sem hafa áhuga á að vera með vöfflukaffi í Þingholtunum, til hráefni. Hráefnið er vöffludeig, sulta, spraututjómi, G-mjólk og malað kaffi. Samtals fyrir öll tíu heimilin sem halda vöfflukaffi er þessi kostnaður um 280 þúsund krónur. Deilt niður á þau tíu heimili sem buðu í vöfflukaffið, þá eru þetta 28 þúsund krónur á heimili. Allir fá jafn mikið efni.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing