Auglýsing

Hefur toxoplasma sníkjudýrið áhrif á hegðun fólks?

Það er til að mynda til veira sem veldur því að hegðun fólks breytist. Ef menn borða til dæmis kjöt erlendis sem er ekki nógu vel eldað, sérstaklega, þá eiga menn á hættu að innbyrða þessa sýkingu og hún getur leitt til breytingar á hegðunarmynstri. Þannig að menn hafa jafnvel velt upp þeirri spurningu og rannsakað það hvort að þetta kunni að vera að breyta hegðun heilu þjóðanna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í viðtali í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni fimmtudaginn 14. ágúst.

Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfja- og eiturefnafræði við læknadeild Háskóla Íslands, segir í samtali við Vísi að áhrif toxoplasma sníkjudýrsins á fólk séu afar umdeild. „Þó svo að það séu rannsóknir til staðar sem hafa gefið vísbendingar í þátt átt. Áhrifin eru þó afar óljós og rannsóknirnar, sem sýnt hafa fram á áhrif á mannfólk, eru í besta falli umdeildar.“

Á Vísindavefnum kemur eftirfarandi fram um toxoplasma:

Einnig er hætta á því að sníkjudýr úr köttum berist í menn. Sníkjudýrið bogfrymill (Toxoplasma gondii) er algengur innsníkill í köttum. Bogfrymill getur valdið fósturskaða og jafnvel fósturdauða ef hann berst í vanfærar konur. Sníkjudýrið berst úr kettinum með saur og það er ekki ráðlegt að vanfærar konur hreinsi saur úr kattarkassanum. Þess má þó geta að bogfrymill getur líka borist í menn úr kjöti sem ekki verið eldað nóg. Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa sýnt að allt að 22% karlmanna og 15% kvenna hafa haft þetta sníkjudýr í sér. Smit af völdum bogfrymils eru hins vegar mun fátíðari hér á landi.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing