Auglýsing

Ísland er ekki að springa í tætlur

Óvissan í kringum eldgosið í Holuhrauni hefur hleypt af stað ýmsum svartýnisspám um framhaldið.

Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur fór yfir málið á yfirvegaðan hátt í Morgunútgáfu RÚV í morgun:

Ísland er ekki að springa í tætlur og það hverfur ekki. Það er alveg ljóst.

Ármann sagði óþarfi fyrir fólk að vera svartsýnt. „Þetta er eðli sínu samkvæmt, við búum á eldfjallaeyju og við höfum séð stór gos og lítil gos í gegnum tíðina,“ sagði hann. „Ef við fáum gott stórgos upp úr Bárðarbungu sjálfri, þá getum við huggað okkur við það, að það stendur ekki lengi yfir. Stór gos eru þess eðlis að þau taka mikið efni út á stuttum tíma þannig að það gengur fljótt yfir. Síðan eru menn bara að glíma við öskuna eins og menn þurftu að gera 2010, 2011.“

Sumir hafa velt upp spurningunni hvort gosið nú hafi áhrif á veðurfar á Íslandi. Ármann sagði gosið í Holuhrauni ekki hafa áhrif á það í viðtali Morgunútgáfunnar.

„Svona lítið gos, það kemur ekki til með að hafa nein áhrif á veðurfar,“ sagði hann. „Það þyrfti að vera töluvert meira. Gos sem gera það, eins og Laki, 1783, hann skilaði náttúrulega hitastigslækkun á norðurhveli um einhverjar fjórar, gráður og miklum hörmungum. Þetta gos er ekki af þeirri stærðargráðu að geta gert það.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing