Gagnleg stærðfræðiregla sem „stærðfræðisnillingurinn“ Ben Stephens tísti um í byrjun mánaðarins hefur vakið mikla lukku á Twitter. Reglan einfaldar prósentureikning í huganum verulega.
Á vef IFL Science er fjallað um tístið og viðbrögðin við því, en margir spyrja sig hvers vegna þeim var ekki kennt þetta í grunnskóla, á meðan aðrir benda á að margir hafi einfaldlega ekki verið að hlusta í stærðfræðitímum í gamla daga og það sé vandamálið.
Reglan virkar þannig að x% af y = y% af x. Með öðrum orðum, þú getur til dæmis komist að því hvað eru 4 prósent af 75 ansi hratt með hugarreikningi ef þú snýrð dæminu við og reiknar 75 prósent af 4, sem er miklu einfaldara.
Fascinating little life hack, for doing percentages:
x% of y = y% of x
So, for example, if you needed to work out 4% of 75 in your head, just flip it and and do 75% of 4, which is easier.
— Ben Stephens (@stephens_ben) March 3, 2019
Ben fylgdi tístinu eftir með fleiri dæmum.
It is!
18% of 50 feels hard to calculate.
But 50% of 18 is a doddle, right?— Ben Stephens (@stephens_ben) March 3, 2019
Hann tók líka vel á þeim sem voru pirraðir á að þetta væri ekki á allra vitorði.
Cool. Thanks for helping get people enthusiastic about maths. You won't believe this, but a lot of people find mathematicians rather smug and patronising. Crazy, right?
— Ben Stephens (@stephens_ben) March 5, 2019
Maybe you could *swap* out the snark at people who struggle to do multiplication in their heads?
— Ben Stephens (@stephens_ben) March 5, 2019