Auglýsing

Stálu hákarli úr sædýrasafni með því að dulbúa hann sem ungabarn

Þrír einstaklingar stálu hákarli úr sædýrasafni í San Antonio í Texas í Bandaríkjunum með því að taka hann úr tanki sínum og setja hann í barnakerru. Þetta kemur fram á vef Sky í Bretlandi.

Lögreglan í San Antonio óskaði eftir upplýsingum um tvo karlmenn og eina konu sem sáust á eftirlitsmyndavélum taka hákarlinn úr opinni laug þar sem gestir gátu klappað mismunandi fisktegundum.

Þar sést einn karlmaðurinn grípa hákarlinn og vefja um hann teppi áður en hann setur hann í fötu og í barnakerruna. Starfsmaður sædýrasafnsins reyndi að stöðva för þremenninganna árangurslaust.

Lögreglan hélt fyrst að um grín væri að ræða þar sem hákarlaviku er nú fagnað í Bandaríkjunum en eftir ábendingar frá almenningi handtóku þau 38 ára karlmann.

Óttast var að hákarlinn, sem heitir Helen, myndi ekki lifa af en honum hefur nú verið skilað á safnið heilum á húfi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing