Kelly Marie Tran sem lék Rose Tico í Stjörnustríðsmyndinni The Last Jedi hefur eytt öllum myndum á Instagram síðu sinni. Undanfarna mánuði hefur hún orðið fyrir miklu áreiti á samfélagsmiðlum að því er kemur fram í frétt BBC.
Leikonan, sem er bandarísk af víetnömskum ættum, var fyrsta konan úr minnihlutahóp til að leika aðalhlutverk í Stjörnustríðsmynd.
Aðdáendur kvikmyndanna voru margir hverjir ósáttir með persónu Tran í myndinni og gagnrýndu hana harkalega. Aðrir hafa beint reiði sinni að leikkonunni sjálfri og stuttu eftir frumsýningu kvikmyndarinnar í desember síðastliðnum fóru henni að berast andstyggilegar og rasískar athugasemdir á samfélagsmiðlum þar sem var lítið gert úr útlit hennar og þjóðerni.
Sjálf hefur leikkonan ekki staðfest að þetta sé ástæðan fyrir að hún eyddi öllum myndunum.
Aðdáendur hennar hafa verið duglegir við að verja leikkonuna á Twitter í dag.
If you followed Kelly Marie Tran on instagram then you know she has been one of the loveliest and most positive souls on the goddamn internet in the past year and I will FIGHT every last person who hurt her https://t.co/WDP6j2HM5N
— Sarah Dollard (@snazdoll) June 5, 2018
I was lucky enough to meet Kelly Marie Tran briefly, and she was incredibly nice to a comics writer who may have been geeking out a bit too much. It's fine to not like fictional characters. It's not fine to harass actual human people. https://t.co/sti2my7zdD
— Jody Houser ✒️?️? (@Jody_Houser) June 5, 2018
Leikstjóri myndarinnar, Rian Johnson, kom leikkonunni einnig til varnar
On social media a few unhealthy people can cast a big shadow on the wall, but over the past 4 years I’ve met lots of real fellow SW fans. We like & dislike stuff but we do it with humor, love & respect. We’re the VAST majority, we’re having fun & doing just fine. https://t.co/yhcShg5vdJ
— Rian Johnson (@rianjohnson) June 5, 2018
Bandaríkjamenn af asískum uppruna hafa einnig bent á mikilvægi þess að sýna fjölbreyttari þjóðerni á kvikmyndatjaldinu
I wasn't a huge fan of the Last Jedi, but as an Asian American of Vietnamese decent it was huge to see Kelly Marie Tran in a major role in a Star Wars movie. It's beyond upsetting to see how she's been treated. Also, sickening to see fellow creators encourage it.
— Brian Reber (@ReberVision) June 6, 2018