Starfsfólk IKEA í Garðabæ fær greiddan þrettánda mánuðinn í bónus á næsta ári. Rekstur IKEA hefur gengið vel og fyrirtækið hyggst því gera vel við starfsfólk sitt. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
„Við erum að uppskera og þar af leiðandi ætlum við að umbuna starfsfólki okkar á næsta ári, eftir þetta rekstrarár IKEA sem lýkur í lok ágúst á næsta ári,“ sagði Fjóla Kristín Helgadóttir, mannauðsstjóri IKEA, í samtali við fréttastofu 365.
Við munum þá greiða öllum starfsmönnum þrettánda mánuðinn. Það er mjög ánægjulegt. Þau fá að njóta velgengninnar.
Í fréttum stöðvar 2 kom fram að um 350 manns starfi hjá IKEA og að kostnaðurinn verði því um 90 milljónir.