Auglýsing

Starfsfólki Vefpressunnar boðnar launalækkanir: „Ég sætti mig ekki við það“

Starfsfólk Vefpressunnar hafa verið boðnar launalækkanir. Þetta segir Ragn­heiður Har­alds og Ei­ríks­dótt­ir á mbl.is. Henni hefur verið sagt upp störfum ásamt fleiri reynslumiklum blaðamönnum undanfarnar vikur.

Vefpressan hefur verið í talsverðum vandræðum undanfarið. Fjárfestar sem ætluðu að setja 300 milljónir í félagið eru flestir hættir við og í umfjöllun Kjarnans kemur fram að skuldirnar séu sagðar rúmlega 700 milljónir. Þá hefur kaupum fyrirtækisins á Birtíngi fyrir rift. Á meðal miðla innan samstæðunnar eru DV, DV.is, Eyjan, Pressan og sjónvarpsstöðin ÍNN.

Á mbl.is kemur fram að þremur starfsmönnum hafi verið sagt upp hjá Vefpressunni undanfarna daga. Nútíminn veit til þess að fleiri reynslumiklum blaðamönnum hafi verið sagt upp undanfarnar vikur. Í samtali við mbl.is segir Ragnheiður að sér hafi verið sagt upp vegna skipulagsbreytinga.

„Það er bara talað um skipulagsbreytingar. Fólki hafa verið boðnar launalækkanir en ég sætti mig ekki við það. Það er eins og það sé verið að segja upp þeim sem eru launamenn hjá fyrirtækinu,“ segir hún á mbl.is.

Björn Ingi Hrafnsson, einn af eigendum Vefpressunnar, ætlaði að víkja úr stjórn félagsins þegar tilkynnt var um 300 milljóna hlutafjáraukningu á dögunum. Þegar hætt var við þau áform var ljóst að hann myndi ekki víkja úr stjórn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing