Auglýsing

Starfskona Stígamóta segir ákveðin atriði í Skaupinu hafi haft „triggerandi“ áhrif á þolendur kynferðisofbeldis

Anna Bentína, starfskona Stígamóta, segir að ákveðin atriði í Áramótaskaupinu hafi haft „triggerandi“ áhrif á þolendur kynferðisofbeldis. Hún hefði viljað að varað hefði verið við ákveðnum atriðum í Skaupinu en fyrir utan það hafi hún verið sátt við Skaupið og hversu mikið einblínt var á gerendur. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Sjá einnig: Geggjað Skaup búið og hér er það sem Íslendingum á Twitter fannst: „Gæsahúð yfir þessu geggjaða hommaatriði“

„Mér fannst skaupið ótrúlega beitt og var mjög sátt við það. Sátt við hversu mikið var einblínt á gerendur, en ekki þolendur. Það er mjög jákvætt. En ég hef heyrt út undan mér að þetta hafi „triggerað“ fólk því þetta var mjög bein ádeila,“segir Anna Bentína, í samtali við Fréttablaðið.

Í skaupinu var töluverð áhersla lögð á kynferðisbrot. Anna segir mikilvægt að tekið sé tillit til brotaþola og hvaða áhrif efni sem sýnir ofbeldi geti haft á þau. Hún segir að höfundarnir hefðu getað verið meðvitaðri og varað við með tilkynningu að í skaupinu væru atriði sem innihéldu kynferðislegt ofbeldi.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing