Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nægu að snúast í gær og í dag en dagbók hennar nær frá 17:00 í gær og þar til 05:00 í nótt. Því ber að halda til haga að leit lögreglu að tveimur mönnum sem rændu töluverðu fjármagni úr peningaflutningabíl í Kópavogi stendur enn yfir og er mikill þungi lagður í rannsóknina.
En eins og áður segir var tilkynnt um Vinnuslys í hverfi 105, en þar hafði starfsmaður fyrirtækis drukkið eiturefni í misgripum fyrir vatn. Sá var fluttur með sjúkraliði á slysadeild LSH til aðhlynningar.
Þá var óskað aðstoðar vegna líkamsárásar í hverfi 103, þar sem hnífi var beitt við árásina. Árásaraðilinn reyndi að hlaupa undan lögreglu, en lögreglumenn reyndust heldur þolbetri, hlupu hann uppi og handtóku. Sá var vistaður í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Árásarþoli hlaut minniháttar áverka.
Þá var einn ökumaður sektaður fyrir að aka bifreið sviptur ökuréttindum, en sá hefur margítrekað ekið bifreið sviptur.