Auglýsing

Stefán Máni: Ríkið fær meira en höfundurinn

Samkvæmt fjárlögum næsta árs hækkar lægra þrep virðisaukaskatts úr sjö prósentum í 12. Skatturinn leggst meðal annars á bækur og hafa rithöfundar og fleiri mótmælt þessari ákvörðun. Andri Snær hafði til dæmis þetta að segja.

Rithöfundurinn Stefán Máni notar Facebook-síðu sína í dag til að sýna fram á að eftir að hækkunin tekur gildi fær ríkið meira en höfundurinn fyrir hverja selda bók:

Tökum kiljur til dæmis. Af útsöluverði einnar kilju mun Ríkið taka 12% í virðisaukaskatt, það eru 360 krónur af 3.000. Höfundurinn fær 15% af heildsöluverði, 300 krónur af 2.000 – og greiðir síðan að sjálfsögðu tekjuskatt af þeim 300 krónum til ríkisins. En þó að við látum vera að taka tekjuskattinn inn í myndina þá blasir það við að af hverri seldri kilju fær ríkið mun meira en höfundurinn, sem fær langminnst af öllum — forleggjari og verslun fá mun meira.

Stefán Máni spyr hvort þetta sé sanngjarnt. „Þegar þessi sama kilja er komin í verslunina eru ansi margir búnir að greiða tekjuskatt af sinni vinnu,“ segir hann. „Allt frá ritstjórum og prófarkalesurum upp í hönnuði og prentara, og þá eru auglýsingastofur, fjölmiðlar, verslunarmenn og aðrir ótaldir. Á bak við hverja bók er ansi mikill mannauður, mikil velta. Svo er það menningin, arfurinn okkar – það sem skiptir mestu máli og verður ekki metið til fjár. Ekki passar allt inn í Excel-skjalið góða.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing