Auglýsing

Stefnir í verstu kjörsókn í alþingiskosningum frá upphafi lýðveldis

Miðað við tölur frá því klukkan átta þá stefnir í að kjörsókn verði svipuð eða örlítið minni en hún var árið 2013. Það var versta kjörsókn í alþingiskosningum á lýðveldistíma.

Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. 

Klukkan átta höfðu 60,98 prósent þeirra sem eru á kjörskrá í Reykjavík kosið, eða 55.910 manns. Í síðustu alþingiskosningum árið 2013 höfðu 55.141 kosið á sama tíma. Um eitt þúsund fleiri er nú á kjörskrár svo í prósentum talið er kjörsókn álík og hún var árið 2013 í Reykjavíkurkjördæmum.

Kjörsókn í Suðvesturkjördæmi klukkan átta var 62,7 prósent og höfðu þá 42.722 kosið. Það er ívið minna en í síðustu alþingiskosningum en þá höfðu á sama tíma 64,2 prósent kosið, segir í frétt RÚV. 

Norðausturkjördæmi tekur ekki saman kjörsókn meðan kjörstaðir eru opnir. Í hádeginu virtist heldur færri hafa kosið á kjörstað í hádeginu í Norðausturkjördæmi en í Alþingiskosningunum 2013. Í Þingeyjarsveit er búið að loka kjörstöðum og var kjörsókn þar 75 prósent. Í síðustu alþingiskosningum kusu 79 prósent í Þingeyjarsveit. 641 greinir frá þessu.

Í Suðurkjördæmi var höfðu 62,03 prósent kosið klukkan átta. Það er um þremur prósentum minna en í alþingiskosningum árið 2013. Ekki hefur gefist tími til að taka saman tölur um kjörsókn í Norðvesturkjördæmi klukkan átta en klukkan sex höfðu 53 prósent þeirra sem eru á kjörskrá kosið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing