Auglýsing

Steggur truflaði Druslugönguna: „Aldrei of seint að skipta um vinahóp”

Hin árlega Drusluganga var gengin í gær í áttunda sinn. Góð mæting var í gönguna þar sem fólk tók afstöðu gegn kynferðisofbeldi og skilaði skömminni til gerenda. Ekki voru þó allir mættir til þess að sýna málstaðnum stuðning en einn vinahópur ákvað að nota gönguna sem vettvang fyrir steggjun.

Athæfið vakti ekki mikla kátínu á meðal viðstaddra en Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Reykjavíkur, segir í færslu á Facebook síðu sinni að hún hafi látið þá heyra það óþvegið.

„Einhverjum datt í alvöru í hug að gera Druslugönguna að vettvangi fyrir steggjun. Verðandi brúðgumi gekk um og æpti „ég er ekki drusla“ og vinir hans fylgdu á eftir, fullir og flissandi með símana á lofti,” segir Sóley.

Sóley segist sjálfsagt hafa toppað daginn fyrir þá þar sem þeir hafi náð að festa hana öskureiða á filmu að segja þeim til syndanna.

„Ég vona að það verði spilað í brúðkaupinu, enda má gera ráð fyrir að talsvert hlutfall veislugesta hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi á lífsleiðinni og verði lítið skemmt yfir þessu ósmekklega atriði.”

Færsla Sóleyja hefur vakið athygli og Facebook notendur eru ánægðir með viðbrögð hennar. Burlesquedrottningin og fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack þakkaði Sóley fyrir en hún segir að hópurinn hafi eyðilagt daginn fyrir sér og að hún hafi haldið heim eftir að hafa rekist á hann.

Á Twitter ávarpar hún stegginn og segir að það sé aldrei of seint að skipta um vinahóp.

Þrátt fyrir þetta leiðindaatvik gekk Druslugangan vel fyrir sig og mikil ánægja var með hana. Ekkert þema var í göngunni í ár heldur var áhersla lögð á að ofbeldi sé allskonar mismunandi og marglaga. Þá var lagt áherslu á að allir þjóðfélagshópar væru velkomnir. Tilgangur göngunnar er að valdefla þolendur kynferðisofbeldis og að skila skömminni. Fjöldi fólks mætti þrátt fyrir rigningu í Reykjavík og á Akureyri.

Stella Briem, einn skipu­leggj­enda Druslu­göng­unn­ar, var hæst­ánægð með gönguna og segir hafa gengið alveg yndislega í samtali við mbl.is. 

„Núna erum við bara að hlusta á tónlist á Aust­ur­velli í grenj­andi rign­ingu, öll sam­an að styðja hvert annað. Það er bara ynd­is­legt,“ seg­ir Stella eftir gönguna í gær.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing