Steinar Birgisson beið einn fyrir utan Costco í Kauptúni frá miðnætti í gærkvöldi. Hann var viss um að margir myndu bíða í röð í nótt fyrir utan og bjóst alls ekki við því að vera fyrstur. Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við Steinar.
Sjá einnig: Ringlaðir Costco-kúnnar dældu röngu eldsneyti á bílana sína, starfsmaður N1 kallaður út á dæluna
„Ég mætti á miðnætti og bjóst alls ekki við að vera fyrstur. Ég hélt að hér yrði skari manna,“ sagði Steinar. Sjálfur ætlar hann að skoða búðina vel og vandlega áður en hann kaupir eitthvað. Hann ætlar að láta búðina koma sér á óvart og taka því sem hann sér fagnandi. Og velja síðan eitthvað.
Þegar verslunin var opnuð klukkan níu í morgun voru ekki margir í röð fyrir utan en nokkrir biðu aftur á móti í bílum sínum. Eins og sjá mátti í beinni útsendingu Vísis var nokkuð rólegt inni í versluninni, allavega fyrst um sinn.