Steindi Jr. kom við í Argentínu á dögunum og fékk fólk þar með sér í lið til þess að hvetja íslenska landsliðið í knattspyrnu áfram. Steindi þurfti að blekkja fólkið smávegis til þess að fá það til að hvetja Ísland áfram enda mætir Ísland Argentínu í fyrsta leik sínum á HM 16. júní næstkomandi. Sjáðu myndbandið hér að neðan.
Sjá einnig: Steindi skorar á ferðamenn að syngja erfiðasta karókílag heims: „Our sundlaugar are cosy“
Myndbandið er hluti af landkynningarverkefninu Team Iceland sem unnið er af Íslandsstofu. Steindi og Anna Svava Knútsdóttir leikkona hafa ferðas um heiminn og boðið fólki að ganga í íslenska stuðningsmannahópinn.
Í myndbandinu fær Steindi fólk í Argentínu til þess að segja Áfram Ísland en segir þeim að það þýði sigrum Ísland.